Erlent

Peningar McCartneys og orðspor í húfi

Hjónakornin Paul og Heather McCartney á góðgerðarsamkomu á meðan allt lék í lyndi.
Hjónakornin Paul og Heather McCartney á góðgerðarsamkomu á meðan allt lék í lyndi. MYND/AP

Skilnaður bítilsins Pauls McCartney stefnir í að verða einn sá stærsti og umtalaðasti á okkar tímum. Vægðarlaus umfjöllun fjölmiðla, sem fylgjast með hverju spori beggja aðila, heldur áfram.

Nú hefur fyrrverandi kona bítilsins, Heather, sakað hann um heimilisofbeldi, drykkjuskap og fíkniefnaneyslu, en lögmenn hans segja hann neita því alfarið.

Almenningur sýnir málinu mikinn áhuga, en það er mikið í húfi fyrir báða aðila. Paul er metinn á yfir níu milljarða íslenskra króna og Heather vill sinn hlut af því. En það eru ekki einungis fjármunir, heldur er orðspor þeirra líka að veði, hans sem átrúnaðargoðs og táknmynd bítlanna, hennar sem talsmann góðgerðarmála.

 

"She is trying desperately to destroy a legend. She is destroying a national treasure. I don't know what she is playing at, I think she is a very very wicked saddo that needs an awful lot of help. "

 

"She's is warm she's loving, she's generous, and those qualities are very evident when you meet her. "Paul McCartney is extremely popular, Heather Mills has never been anything but extremely unpopular, I think as the as the last few months have unfolded her popularity has gone down even further than it was if that is possible. "

 

Og það mun líklega líða þó nokkur tími áður en niðurstaða fæst í þennan opinbera skilnað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×