Erlent

Hamas verði ekki bolað út

MYND/AP

Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, sagði í dag að flokkur hans Hamas, myndi koma í veg fyrir tilraunir Abbas forseta og Fatah-hreyfingar hans til að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga eða fella ríkisstjórn Hamas til þess að binda enda á stjórnmálakrísu í Palestínu.

Haniyeh sagði allar lausnir sem Abbas hafi stungið upp á einungis til þess ætlaðar að bola Hamas af toppnum, þetta sagði hann við föstudagsbænir í mosku á Gaza ströndinni í dag.

Abbas hefur sagt að það komi til greina að reka ríkisstjórnina ef Hamas mildar ekki afstöðu sína gagnvart Ísraelsríki. Aðstoðarmenn hans hafa sagt að hann íhugi einnig að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×