Erlent

Varað við sjálfviljugri aðskilnaðarstefnu múslima

Ungar múslimakonur lesa grein eftir blaðamanninn Sairu Khan sem hefur skrifað fjölda greina um að múslimakonur í Bretlandi eigi að láta slæðuna falla.
Ungar múslimakonur lesa grein eftir blaðamanninn Sairu Khan sem hefur skrifað fjölda greina um að múslimakonur í Bretlandi eigi að láta slæðuna falla. MYND/AP

Mikil umræða hefur sprottið upp í Bretlandi síðustu daga eftir að stjórnandi neðri málstofu Breska þingsins Jack Straw upplýsti að hann bæði múslima-konur með slæður að fjarlægja þær þegar þær kæmu á fund hans. Straw sagði að slæðurnar kæmu í veg fyrir árangursrík samskipti.

Í viðtali við fréttastofu Sky varaði skuggaráðherra innanríkismála í Bretlandi, David Davis, við sjálfviljugri aðskilnaðarstefnu múslima.

Í viðtali við fréttastofu Sky sagðist Davis ekki vilja tjá sig um mál aðstoðarkennara sem neitaði að taka andlitsslæðuna af sér við kennslu. Henni var vikið frá störfum og í kjölfarið hafa blossað upp mótmæli og pólitískar deilur.

Hann sagði að múslimar gætu ekki búist við sérstakri vernd og að trúarleiðtogar í Bretlandi yrðu að virða hefðir, umræður og háðsádeilu.

"Við verðum að tryggja að samfélagið þróist ekki í tvær samsíða línur."

Hann sagði að samskipti augliti til auglitis væru mikilvæg við sumar kringumstæður, eins og við kennslu eða í viðtalstímum við þingmenn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×