Erlent

Stofnandi hryðjuverkasamtaka fær lífstíðardóm

Abimael Guzman, stofnandi hryðjuverkasamtakanna Skínandi stígs í Perú, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi. Guzman stýrði byltingartilraun Skínandi stígs, sem stóð í tólf ár, frá 1980 og fram á tíunda áratuginn. Átökin kostuðu um sjötíu þúsund manns lífið. Guzman sagði sjálfur að blóðbað væri nauðsynlegt til að knýja byltinguna áfram. Skínandi stígur leystist smám saman upp eftir að Guzman var handtekinn árið 1992 og friður hefur ríkt í Perú síðustu ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×