Erlent

Segir öryggisráðið eins og glæpagengi

Sendiherra Norður-Kóreu En Pak Gil Yon hjá Sameinuðu þjóðunum sagði öryggisráð samtakanna hafa hagað sér eins og glæpagengi, eftir að ályktun um refsiaðgerðir gegn landi hans var samþykkt einróma í ráðinu í gærkvöld. Hann sagði stjórn sín myndi líta á allan frekari þrýsting frá Bandaríkjunum sem stríðsyfirlýsingu og rauk út af fundinum.

Nýkjörinn framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Suður-Kóreumaðurinn Ban-Ki-Moon, sagði við BBC fréttastofuna að hann væri reiðubúinn að fara til Norður-Kóreu og reyna að miðla málum. Ban er þekktur fyrir að vera sérlega lipur samningamaður. Ályktunin felur í sér nokkuð harðar viðskiptaþvinganir, en hótun um hernað var felld út.

Kína og Rússland hafa áhyggjur af því að eftirlit með vörum um borð í skipum geti leitt til átaka við strandlengjuna, en bæði löndin eiga landamæri við Norður Kóreu.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Coneoleezza Rice mun heimsækja svæðið í næstu viku og hvetja til framkvæmdar viðskiptabannsins.

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×