Erlent

Háskalegur dauðdagi flottur

Stjórnvöld í Suður-Afríku reyna nú að koma böndum á nýjasta æðið hjá ungmennum í landinu. Það er svokölluð lestareið þar sem unglingar standa ofaná hraðlestum og reyna að forðast að lenda á rafmagnslínum.

Fjölmargir hafa þegar látist eða stórslasast. Það eru einkum ungir karlmenn sem stunda þennan stórhættulega leik. Þeir koma oft saman eftir skóla, neyta áfengis eða eiturlyfja og halda svo á lestarstöðina til að klifra upp á lest. Sú staðreynd að margir hafa týnt lífi við þessa iðju og enn fleiri slasast virðist ekki draga úr áhuganum. Þeim mun meiri áhætta sem er tekin, þeim mun ofar komast menn í virðingarstigann í klíkunni.

Yfirvöld eru hálfráðalaus en viðhorf ungmennanna er oft að háskalegur dauðdagi sé flottur og virðingarverður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×