Lífið kallar 24. ágúst 2006 15:30 Bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney kemur fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngur fimm sönglög eftir Grieg. FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, "Lífið kallar" en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar og þeir fyrstu verða helgaðir verkefninu "Lífið kallar." "FL Group hefur að þessu sinni ákveðið að leggja málefnum barna og unglinga sérstakt lið. Framtíð lands og þjóðar verður í höndum þeirra barna og unglinga sem nú alast upp. Því ber okkur skylda að huga að velferð þeirra og veita þeim stuðning til að njóta hæfileika sinna á sem flestum sviðum. Það er því mjög ánægjulegt að fyrstu styrktartónleikarnir séu haldnir til að styðja með markvissum hætti verkefnið "Lífið kallar". Það er von okkar að sem flestir landsmenn sjái sér fært að leggja þessu góða málefni lið", segir Smári S. Sigurðsson, stjórnarmaður í FL Group, sem hefur unnið að undirbúningi styrktartónleikana fyrir hönd félagsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því einnig að geta látið meira til sín taka í samfélaginu og nú á þann hátt að leggja jafn brýnu málefni lið. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 17.00 laugardaginn 9. september, mun bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney koma fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngja fimm sönglög eftir Grieg. Á efnisskránni verða einnig Roman Carnival eftir Hector Berlioz og ævintýrið um Scheherazade eftir Nicolai Rimsky-Korsakov. Barbara Bonney er í hópi eftirsóttustu söngkvenna heimsins og koma hennar hingað til lands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda og glæsileg byrjun á starfsárinu. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en þeim sem ekki eiga heimangengt á umræddum degi er bent á að þeir geta lagt málefninu lið með frjálsum framlögum inn á bankareikning: 0101-26-600600, kt 601273-0129 Miðasala hefst fimmtudaginn 24. ágúst á vef Sinfóníuhljómsveitar Ísands: sinfonia.is Lífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, "Lífið kallar" en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar og þeir fyrstu verða helgaðir verkefninu "Lífið kallar." "FL Group hefur að þessu sinni ákveðið að leggja málefnum barna og unglinga sérstakt lið. Framtíð lands og þjóðar verður í höndum þeirra barna og unglinga sem nú alast upp. Því ber okkur skylda að huga að velferð þeirra og veita þeim stuðning til að njóta hæfileika sinna á sem flestum sviðum. Það er því mjög ánægjulegt að fyrstu styrktartónleikarnir séu haldnir til að styðja með markvissum hætti verkefnið "Lífið kallar". Það er von okkar að sem flestir landsmenn sjái sér fært að leggja þessu góða málefni lið", segir Smári S. Sigurðsson, stjórnarmaður í FL Group, sem hefur unnið að undirbúningi styrktartónleikana fyrir hönd félagsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því einnig að geta látið meira til sín taka í samfélaginu og nú á þann hátt að leggja jafn brýnu málefni lið. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 17.00 laugardaginn 9. september, mun bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney koma fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngja fimm sönglög eftir Grieg. Á efnisskránni verða einnig Roman Carnival eftir Hector Berlioz og ævintýrið um Scheherazade eftir Nicolai Rimsky-Korsakov. Barbara Bonney er í hópi eftirsóttustu söngkvenna heimsins og koma hennar hingað til lands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda og glæsileg byrjun á starfsárinu. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en þeim sem ekki eiga heimangengt á umræddum degi er bent á að þeir geta lagt málefninu lið með frjálsum framlögum inn á bankareikning: 0101-26-600600, kt 601273-0129 Miðasala hefst fimmtudaginn 24. ágúst á vef Sinfóníuhljómsveitar Ísands: sinfonia.is
Lífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira