Innlent

Kárahnjúkavirkjun örugg eftir endurbætur

Kárahnjúkastífla er örugg og mjög litlar líkur eru á því að sprungusvæði undir henni geti skaðað stífluna. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi sem Landsvirkjun hélt í dag þar sem niðurstöður sérfræðinganefndar stofnunarinnar voru kynntar. Til að taka af allan vafa voru gerðar endurbætur á Kárahnjúkastíflu sem eiga að koma í veg fyrir sprungumyndun á stíflunni.

Undanfarna daga hefur sprungusvæði á lónstæði Hálslóns verið mikið í umræðunni. Efasemdir hafa verið uppi um hvort Landsvirkjun hafi látið rannsaka svæðið nægilega og hvort hönnuðir Kárahnjúkavirkjunar hafi tekið tillit til þessa sprungusvæðis.Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur er annar höfundur skýrslunnar um sprungusvæðið sem kom út í fyrra. Áður hafði Grímur Björnsson jarðfræðingur skilað inn greinagerð til landsvirkjunar þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af því að þarna væru sprungur. Grímur hefur verið settur í fjölmiðlabann um þessa greinagerð af Orkuveitu Reykjavíkur að því er Orkuveitan segir vegna þess að starfsmönnum veitunnar sé ekki heimilt að tala um málefni samkeppnisaðila. Við spurðum Kristján hvort hann deildi áhyggjum Gríms en hann sagðist ekki leggja mat á það enda væri hann fræðimaður sem rannsakaði svæðið og skilaði inn skýrslu þar að lútandi.

Árið 2004 kom svo ljós að sprungur á svæðinu voru yngri en áður var talið. Eins komu í ljós sprungur sem voru áður óþekktar.

Að sögn Kristján Más Sigurjónssonar, verkefnastjóra við hönnun Kárahnjúkavirkjunar þá hafa verið gerðar endurbætur á stíflunum á svæðinu til samræmis við þessar nýju niðurstöður. Þá hafa verið gerðar viðbætur á Kárahnjúkastíflu og Desjarárstíflu til að auka öryggi stíflanna

Kristján segir að Kárahnjúkastífla sé að mestu leyti eins upp byggð og Campus Novus í Brasilíu en í ljós ljós hafa komið sprungur í þeirri stíflu. Kristján segir að steypan sé sterkari í Kárahnjúkastíflu en í Campus Novus og að stíflugrunnurinn og fyllingarefnið sé öðurvísi og þéttara hér á landi.

 

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×