Innlent

Bænastund í Sandgerði

Fjöldi fólks kom saman í Safnaðarheimilinu í Sandgerði í kvöld til að minnast þeirra tveggja sem létust í bílslysi í gær. Mikil samkennd ríkti á bænastundinni og var víðsvegar flaggað í hálfa stöng í bænum.

Mennirnir sem létust hétu Jóhann Fannar Ingibjörnsson og Guðmundur Adam Ómarsson. Þeir voru báðir í sendiferðabíl sem lenti í hörðum árekstri við fólksbíl á Garðskagavegi í gærkvöldi. Ökumaður fólksbílsins, 17 ára gamall, var fluttur á Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er kominn úr öndunarvél en liggur enn talsvert slasaður á gjörgæsludeild.

Sandgerðisdögum sem halda átti hátíðlega um þar næstu helgi hefur verið frestað vegna atburðarins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×