Innlent

Mótmælendur ákærðir og krafðir bóta

Tuttugu mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar voru ákærðir í dag vegna aðgerða á virkjanasvæðinu, í húsnæði Hönnunar og á byggingarsvæði ALCOA í gær.Jafnframt lagði Alcoa fram bótakröfu upp á tæplega þrjátíu milljónir króna.

Mótmæli andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði hafa nú fengið þau eftirmál að opinbert mál hefur verið höfðað gegn nítján mótmælendum þessara framkvæmda. Saksóknari hefur verið snöggur til því meðal annars er ákært fyrir aðgerðir á framkvæmasvæði Alcoa á Reyðarfirði í gær. Þessutan en ákært fyrir aðgerðir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar á virkjanasvæðinu sjálfu - bæði í sumar og í fyrrasumar. Eins er ákært fyrir aðgerðir mótmælenda í húsakynnum Hönnunar á dögunum. Fjórtán mótmælendur mættu fyrir dómi í dag við þingfestingu þessara mála og lýstu sig í flestum tilfellum saklausa.

Réttað verður í máli mótmælendanna tuttugasta og sjötta október næstkomandi. Ekki er vitað hvernig fer í máli þeirra fimm sem ákærðir voru en mættu ekki fyrir rétti í dag. Þeir eru útlendingar og er talið að þeir séu flestir farnir úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×