Innlent

Full ástæða er til að óttast sprungumyndun

Full ástæða er til að óttast að sprungur geti myndast í Kárahnjúkastíflu þegar byrjað verður að fylla Hálslón í haust. Þetta segir prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands.

Alvarlegar efasemdir hafa komið fram á Kárahnjúkastíflu að undanförnu en þrjár stíflur líkar Kárahnjúkastíflu hafa bilað og farið að leka. Eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær þá var bandarískur fræðimaður, Desiree Tullos, staddur hér á landi á dögunum við rannsóknir á Kárahnjúkasvæðinu og lýsti hann áhyggjum sínum af því að sami galli gæti leynst í Kárahnjúkastíflu og kom fram í hinum stíflunum þremur.

Jónas Elíasson, verkfræðiprófessor við HÍ segir að Landsvirkjunarmenn ættu að óttast að sami galli gæti leynst í Kárahnjúkastíflu. Hann segir að þar sem stíflurnar þrjár sem gallaðar eru séu sömu gerðar, hættan fyrir hendi þá sprungur geti komið í kápu Kárahnjúkastíflu

Sigurður Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar var gestur NFS í hádegisviðtalinu í dag. Þar staðfesti hann að sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar hefðu verið kallaðir hingað til lands til að kanna hvort sami galli leyndist í kárahnjúkastíflu og Campus Novos í Brasilíu

Jónas segir hins vegar að besta ráðið svo sprungur myndist ekki í kápu stíflunnar sé að hleypa varlega á Hálslón en það er ekki hægt því fyrstu 70 metrana eða svo ræður Jökla hraða vatnsins.

Þrátt fyrir þetta þá telur Jónas ekki að fresta eigi framkvæmdum heldur sé eina ráðið að byrja að fylla lónið og sjá svo til.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×