Sögusigling með Húna II 2. ágúst 2006 17:15 Steini Pje segir frá og fer yfir sögu bátsins Hollvinafélagið Húni II, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, mun á næstunni bjóða upp á þrjár sögusiglingar um Eyjafjörð með eikarbátnum Húna II. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina miðvikudaginn 9. águst nk. kl. 19:30 og svo næstu tvo miðvikudaga þar á eftir. Áætlað er að hver ferð taki um það bil eina og hálfa klukkustund en sigldur verður smá hringur um fjörðinn, út undir Svalbarðseyri og tilbaka. Hörður Geirson frá Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Þorsteinn Pétursson, sem er í forsvari fyrir Hollvinafélagið Húna II, segir að Húni hafi verið opinn í sumar á milli kl. 13 og 18 og að fjölmargir hafi komið um borð til að skoða bátinn og fara í stutta siglingu um pollinn. Um ferðirnar þrjár í ágúst segir Steini Pje að áhugi á bátnum hafi verið það mikill að Hollvinafélaginu hafi fundist tilvalið að bjóða upp á aðeins lengri siglingu en áður. "Þetta er kjörið tækifærið til að skoða fjörðinn okkar frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Hörður Geirson starfsmaður á Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Í lok hverrar ferðar geta þeir sem vilja dýft færi og sjó og rennt fyrir fisk, en Húni er vanur frá fyrri tíð að fá fisk um borð því hann var gerður út til fiskveiða í 30 ár og hafði á þeim tíma borið að landi yfir 32.000 tonn af sjávarfangi af öllum gerðum," segir Steini Pje. Húni II er 130 tonna eikarbátur sem ber vitni um hagleik og handverk eyfirskra skipasmiða, en hann var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1963 rétt áður en smíði slíkra tréskipa var hætt. Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Íslandi. Í mars síðastliðnum færði Hollvinafélag Húna II Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf þennan tæplega 26 metra langa bát, sem gerður var út til fiskveiða í 30 ár. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá þar sem talið var að hann hefði lokið hlutverki sínu. Ákvörðun var tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu, en Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir föluðust eftir bátnum og höfðu hug á að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi, en Þorvaldur þekkti til bátsins frá því hann var smíðaður. Mikil vinna fór í að fá niðurfelldar eyðingarkröfur sem hvíldu á bátnum og var Húni II skráður aftur á skipaskrá 1995. Veturinn 1995-96 kviknaði sú hugmynd að gera Húna II að skemmtibát til dæmis fyrir sjóstangveiði og hvalaskoðun og hefur hann verið notaður sem slíkur síðan 1997. Fyrsta árið voru ferðirnar farnar frá Skagaströnd, en síðan 1997 frá Hafnarfirði. Rekstri bátsins var hætt haustið 2004 og báturinn seldur til Akureyrar þar sem hann er nú varðveittur sem safngripur í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Lífið Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hollvinafélagið Húni II, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, mun á næstunni bjóða upp á þrjár sögusiglingar um Eyjafjörð með eikarbátnum Húna II. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina miðvikudaginn 9. águst nk. kl. 19:30 og svo næstu tvo miðvikudaga þar á eftir. Áætlað er að hver ferð taki um það bil eina og hálfa klukkustund en sigldur verður smá hringur um fjörðinn, út undir Svalbarðseyri og tilbaka. Hörður Geirson frá Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Þorsteinn Pétursson, sem er í forsvari fyrir Hollvinafélagið Húna II, segir að Húni hafi verið opinn í sumar á milli kl. 13 og 18 og að fjölmargir hafi komið um borð til að skoða bátinn og fara í stutta siglingu um pollinn. Um ferðirnar þrjár í ágúst segir Steini Pje að áhugi á bátnum hafi verið það mikill að Hollvinafélaginu hafi fundist tilvalið að bjóða upp á aðeins lengri siglingu en áður. "Þetta er kjörið tækifærið til að skoða fjörðinn okkar frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Hörður Geirson starfsmaður á Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Í lok hverrar ferðar geta þeir sem vilja dýft færi og sjó og rennt fyrir fisk, en Húni er vanur frá fyrri tíð að fá fisk um borð því hann var gerður út til fiskveiða í 30 ár og hafði á þeim tíma borið að landi yfir 32.000 tonn af sjávarfangi af öllum gerðum," segir Steini Pje. Húni II er 130 tonna eikarbátur sem ber vitni um hagleik og handverk eyfirskra skipasmiða, en hann var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1963 rétt áður en smíði slíkra tréskipa var hætt. Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Íslandi. Í mars síðastliðnum færði Hollvinafélag Húna II Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf þennan tæplega 26 metra langa bát, sem gerður var út til fiskveiða í 30 ár. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá þar sem talið var að hann hefði lokið hlutverki sínu. Ákvörðun var tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu, en Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir föluðust eftir bátnum og höfðu hug á að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi, en Þorvaldur þekkti til bátsins frá því hann var smíðaður. Mikil vinna fór í að fá niðurfelldar eyðingarkröfur sem hvíldu á bátnum og var Húni II skráður aftur á skipaskrá 1995. Veturinn 1995-96 kviknaði sú hugmynd að gera Húna II að skemmtibát til dæmis fyrir sjóstangveiði og hvalaskoðun og hefur hann verið notaður sem slíkur síðan 1997. Fyrsta árið voru ferðirnar farnar frá Skagaströnd, en síðan 1997 frá Hafnarfirði. Rekstri bátsins var hætt haustið 2004 og báturinn seldur til Akureyrar þar sem hann er nú varðveittur sem safngripur í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Lífið Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira