Tugmilljóna kostnaður vegna ósættis 8. maí 2006 12:30 Íslensk flugmálayfirvöld þurfa að fjárfesta í vopnaleitarbúnaði á Keflavíkuflugvelli fyrir tugmilljónir króna vegna ósamkomulags Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins um starfsaðferðir. Hugsanlegt er að leggja þurfi sérstakt öryggisgjald á þá sem millilenda hér vegna kostnaðarins.Greint var frá því í fjölmiðlum á dögunum að gerð hefði verið vopnaleit á farþegum sem komu frá Keflavík þegar þeir komu til Kastrup-flugvallar á miðvikudag. Slík leit hefur hingað til aðeins verið gerð áður en fólk stígur upp í flugvélar. Vegna ósættis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um starfsaðferðir við vopnaleit og atriði sem snúa að flugvernd hefur ESB gefið út reglugerð sem kveður á um leita á bæði komu- og áningarfarþegum í þeim flugstöðvum þar sem þeir blandast brottfararfarþegum.Þannig er málum háttað á Keflavíkurflugvelli og því þurfa flugmálayfirvöld að fjárfesta í vopnaleitarbúnaði þannig að farþegar frá Bandaríkjunnum og öðrum löndum utan EES teljist hreinir fyrir millilandaflug. Búnaðinum verður komið upp í suðurhluta Leifsstöðvar í júní og kostnaður vegna hans hleypur á tugum milljóna.Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkuflugvelli, segir að tækjabúnaðurinn kosti um 40 milljónir og þá sé ótalinn uppsetningarkostnaður. Svo megi búast við því að rekstrarkostnaður og mannahald hlaupi einnig á tugum milljóna.Björn Ingi segir að þessi viðbótarvopnaleit á komu- og áningarfarþegum geti tafið síðarnefnda hópinn sem hafi ekki mikinn tíma til að skipta um flug. Völlurinn sé tengistöð Icelandair og öll töf setji meiri pressu á framkvæmdina.Hugsanlegt er að þetta hafi för með sér aukinn kostnað fyrir flugfarþega. Björn Ingi segir að hugsanlega þurfi að hækka svokallað öryggisgjald því einhvers staðar verði menn að sækja fé fyrir þetta. Þetta séu miklir fjármunir sem verja þurfi til leitarinnar en hann voni að á einhverjum tímapunkti semji ESB og Bandaríkin um vopnaleitarreglur. Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Íslensk flugmálayfirvöld þurfa að fjárfesta í vopnaleitarbúnaði á Keflavíkuflugvelli fyrir tugmilljónir króna vegna ósamkomulags Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins um starfsaðferðir. Hugsanlegt er að leggja þurfi sérstakt öryggisgjald á þá sem millilenda hér vegna kostnaðarins.Greint var frá því í fjölmiðlum á dögunum að gerð hefði verið vopnaleit á farþegum sem komu frá Keflavík þegar þeir komu til Kastrup-flugvallar á miðvikudag. Slík leit hefur hingað til aðeins verið gerð áður en fólk stígur upp í flugvélar. Vegna ósættis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um starfsaðferðir við vopnaleit og atriði sem snúa að flugvernd hefur ESB gefið út reglugerð sem kveður á um leita á bæði komu- og áningarfarþegum í þeim flugstöðvum þar sem þeir blandast brottfararfarþegum.Þannig er málum háttað á Keflavíkurflugvelli og því þurfa flugmálayfirvöld að fjárfesta í vopnaleitarbúnaði þannig að farþegar frá Bandaríkjunnum og öðrum löndum utan EES teljist hreinir fyrir millilandaflug. Búnaðinum verður komið upp í suðurhluta Leifsstöðvar í júní og kostnaður vegna hans hleypur á tugum milljóna.Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkuflugvelli, segir að tækjabúnaðurinn kosti um 40 milljónir og þá sé ótalinn uppsetningarkostnaður. Svo megi búast við því að rekstrarkostnaður og mannahald hlaupi einnig á tugum milljóna.Björn Ingi segir að þessi viðbótarvopnaleit á komu- og áningarfarþegum geti tafið síðarnefnda hópinn sem hafi ekki mikinn tíma til að skipta um flug. Völlurinn sé tengistöð Icelandair og öll töf setji meiri pressu á framkvæmdina.Hugsanlegt er að þetta hafi för með sér aukinn kostnað fyrir flugfarþega. Björn Ingi segir að hugsanlega þurfi að hækka svokallað öryggisgjald því einhvers staðar verði menn að sækja fé fyrir þetta. Þetta séu miklir fjármunir sem verja þurfi til leitarinnar en hann voni að á einhverjum tímapunkti semji ESB og Bandaríkin um vopnaleitarreglur.
Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira