Sport

Annar sigur Schumacher í röð

Michael Schumacher (t.v.) hellir hér kampavíni yfir félaga sinn hjá Ferrari, Felipe Massa á brautinni í Nürburgring í dag en sá síðarnefndi var að stíga á verðalaunapall í fyrsta sinn í Formúlu 1.
Michael Schumacher (t.v.) hellir hér kampavíni yfir félaga sinn hjá Ferrari, Felipe Massa á brautinni í Nürburgring í dag en sá síðarnefndi var að stíga á verðalaunapall í fyrsta sinn í Formúlu 1.

Michael Schumacher á Ferrari sigraði Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 í Nürburgring í dag og landaði þar með sínum öðrum sigri í röð. Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault varð annar og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1.

Schumacher er þrátt fyrir tvo sigri í röð ennþá 13 stigum á eftir Alonso í stigakeppni ökuþóra eða með 31 stig og þriðji kemur Kimi Räikkönen með 23 stig en Finninn sem ekur á McLaren varð fjórði í kappasktrinum í dag.

Ferrari er hins vegar komið upp fyrir McLaren í keppni bílasmiða þar sem Renault er efst með 62 stig, Ferrari kemur næst með 46 stig og McLaren með 38 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×