Innlent

Bensínið lækkar vegna styrkingar krónunnar

MYND/GETTY
Olíufélagið og Skeljungur lækkuðu í dag verðið á bensíni og olíum vegna styrkingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadalnum og lækkunar heimsmarkaðsverðs. Lítrinn af bensíni lækkar um 2,20 krónur hjá Olíufélaginu sem rekur Essostöðvarnar en um tvær krónur hjá Skeljungi. Dísil- og gasolían lækkar um 2 krónur hjá Olíufélaginu en um 1,80 hjá Skeljungi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×