Undanúrslit hefjast: Illugi mætir Jónasi Erni 4. maí 2006 07:00 Dregið hefur verið í undanúrslit í Meistaranum - 4 manna úrslit. Þeir sem mætast í þessum tveimur þáttum, þáttunum sem koma til með að skera úr um hverjir munu ná alla leið í sjálfa úrslitaviðureignina og eiga þess kost að vinna sér inn 5 milljónir króna í beinhörðum peningum, eru: Illugu Jökulsson - Jónas Örn Helgason 4. maí - í kvöld Inga Dóra Ingvarsdóttir - Erlingur Sigurðarson 11. maí Úrslitaviðureignin sjálf fer fram á Uppstigningardag, 25. maí, en 17. maí verður rakinn aðdragandinn að úrslitunum í sérstökum upprifjunarþætti. Um keppendur í undanúrslitum: Jónas Örn Helgsoner tvítugur verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðinginn, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign. Illugi Jökulssoner 45 ára fjölmiðlamaður með landspróf frá Hagaskóla frá árinu 1975. Helstu áhugamál sín segir hann vera skógrækt og húsasmíði en sérsviðin hinsvegar engin. Sjálfur gerir hann lítið úr fyrri afrekum á spurningasviðinu en hann rámar í að hann hafi staðið sig vel í spurningakeppni Þjóðviljans fyrir tuttugu árum síðan. En hér er að sjálfsögðu um hógværð að ræða því Illugi var eitt sinn dómari og spurningahöfundur fyrir Gettu betur - og í það starf veljast einvörðungi mestu gáfumenni. Illugu mætti til leiks í annarri umferð, 16 manna úrslitum. Þar lagði hann Ágúst Örn Gíslason, en naumlega þó, eftir að hafa fórnað forystunni fyrir peningaspurningu, sem hann gat síðan ekki svarað. Sigurinn í 8 manna úrslitum var öllu öruggari en þá lagði hann Snorra Sigurðsson 28-8 - sem er einhver mesta munur sem sést hefur í Meistaranum. Erlingur Sigurðarsoner 57 ára gamall Mývetningur, fyrrverandi kennari við MA og forstöðumaður Húss skáldsins. Erlingur tók kandídatspróf í íslensku, sagnfræði og kennslufræði og helstu áhugamál hans eru allt mannlegt; hestar, hundar og músík. Erlingur hefur áður getið sér gott orð með þátttöku í ýmsum "minni háttar spurningakeppnum", eins og hann sjálfur orðað. Hann var í liði Karlakórsins Geysis sem unnið hefur þrefalt í vinsælli spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrá og reyndi fyrir sér í spurningaþættinum vinsæla Viltu vinna milljón, sem sýndur var á Stöð 2 við miklar vinsældir fyrir nokkrum árum. Erlingur mætti, líkt og Jónas Örn og Illugi, til leiks í 16 manna úrslitum. Þar lagði hann Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi alþingismann og skólameistara, með eftirminnilegum hætti, og ekki voru tilþrifin minni er hann gerði sér lítið fyrir og lagði annan alþingismann, Mörð Árnason, nú fyrir viku síðan í 8 manna úrslitum. Inga Þóra Ingvarsdóttirer 26 að aldri. Hún er stúdent frá MH, líkt og Jónas Örn og tók BA-próf í safnfræði frá HÍ 2002. Hún er með MA-próf í Propaganda, Persuasion and History frá University of Kent frá 2005. Inga Þóra hefur unnið mörg störf, m.a. á leikskóla, elliheimili, bókasafni, hjá Orkuveitu Reykjavíkur og sem bréfberi hjá Íslandspósti. Inga Þóra hefur mikinn áhuga á bókmenntum og les heims- og afþreyingarbókmenntir jöfnum höndum. Myndlist er henni einnig hugleikin, sem og skriftir, tónlist og kvikmyndir. Sérsviðin segir hún tengjast áhugamálum og menntum - eins og gefur að skilja. Inga Þóra tók þátt í Gettu betur fyrir hönd MH öll sín menntaskólaár. Inga Þóra er eini keppandinn í 4 manna úrslitum sem hefur verið með frá fyrstu umferð. Hún lagði Þorvald Þorvaldsson smið í allra fyrsta þættinum á öðrum degi jóla; í 16 manna úrslitum gerði hún sér lítið fyrir og lagði Friðbjörn Eirík Garðarson lögmann, sem sjálfur hafði lagt af velli Stefán Pálsson í fyrstu umferð og í 8 manna úrslitum lagði hún sem fyrr segir Kristján Guy Burgess. Einvígi upp á 5 milljónir krónaMeistarinn er alvöru spurningaþáttur, "klassískur spurningaþátt," eins og stjórnandi þáttarins, Logi Bergmann hefur orðað það. Fréttaþulurinn Logi Bergmann er hreint enginn aukvisi þegar kemur að því að stýra spurningaþætti en hann var stjórnandi spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur við góðan orðstír í sjö ár. Markmiðið með Meistaranum var að leiða saman til spennandi einvígis skörpustu menn og konur landsins; jafnt þau sem þegar eru orðin landsmönnum að góðu kunn fyrir frækna framgöngu í spurningakeppnum, sem og aðra sem til stendur að uppgötva, laða fram á sjónvarsviðið. Allir sem náð hafa 20 aldursárum áttu þess kost að taka þátt. Efnt var til inntökuprófs - "Meistaraprófs" - í nóvember á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði og var þáttaka með mesta móti. Þeir hlutskörpustu í prófinu munu mæta til leiks í Meistaranum, ásamt nokkrum af nafntogaðri gáfumönnum og spurningahaukum lansins. Markmiðið með Meistaranum var að leiða saman til spennandi einvígis skörpustu menn og konur landsins; jafnt þau sem þegar eru orðin landsmönnum að góðu kunn fyrir frækna framgöngu í spurningakeppnum, sem og aðra sem til stendur að uppgötva, laða fram á sjónvarsviðið. Allir sem náð hafa 20 aldursárum áttu þess kost að taka þátt. Efnt var til inntökuprófs - "Meistaraprófs" - í nóvember á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði og var þáttaka með mesta móti. Þeir hlutskörpustu í prófinu munu mæta til leiks í Meistaranum, ásamt nokkrum af nafntogaðri gáfumönnum og spurningahaukum lansins. Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattanef. Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattanef. Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Í fyrstu umferð sitja tíu manns hjá. Að fyrstu umferð lokinni þurfa þau sextán sem eftir standa að berjast upp á líf og dauða til að komast áfram í næstu umferð, rétt eins og um bikarkeppni sé að ræða. Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Í fyrstu umferð sitja tíu manns hjá. Að fyrstu umferð lokinni þurfa þau sextán sem eftir standa að berjast upp á líf og dauða til að komast áfram í næstu umferð, rétt eins og um bikarkeppni sé að ræða. Meistarinn hefur fengið geysigóðar viðtökur síðan hann hóf göngu sína um síðustu jól. Það staðfestist í dagbókarkönnun Gallup, sem birt var á dögunum, að þátturinn á sér nú þegar orðið traustan hóp áhorfenda en hann skipar sér nú í annarri könnuninni í röð í hóp með allra vinsælustu þáttum Stöðvar 2. Meistarinn er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum kl. 20:05 og endursýndur á laugardögum kl. 16:00 og mánudögum kl. 23:00. Hægt er að nálgast Meistarann og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sirkus, Sýn og NFS á Vísir VefTV visis.is. Meistarinn Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Dregið hefur verið í undanúrslit í Meistaranum - 4 manna úrslit. Þeir sem mætast í þessum tveimur þáttum, þáttunum sem koma til með að skera úr um hverjir munu ná alla leið í sjálfa úrslitaviðureignina og eiga þess kost að vinna sér inn 5 milljónir króna í beinhörðum peningum, eru: Illugu Jökulsson - Jónas Örn Helgason 4. maí - í kvöld Inga Dóra Ingvarsdóttir - Erlingur Sigurðarson 11. maí Úrslitaviðureignin sjálf fer fram á Uppstigningardag, 25. maí, en 17. maí verður rakinn aðdragandinn að úrslitunum í sérstökum upprifjunarþætti. Um keppendur í undanúrslitum: Jónas Örn Helgsoner tvítugur verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðinginn, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign. Illugi Jökulssoner 45 ára fjölmiðlamaður með landspróf frá Hagaskóla frá árinu 1975. Helstu áhugamál sín segir hann vera skógrækt og húsasmíði en sérsviðin hinsvegar engin. Sjálfur gerir hann lítið úr fyrri afrekum á spurningasviðinu en hann rámar í að hann hafi staðið sig vel í spurningakeppni Þjóðviljans fyrir tuttugu árum síðan. En hér er að sjálfsögðu um hógværð að ræða því Illugi var eitt sinn dómari og spurningahöfundur fyrir Gettu betur - og í það starf veljast einvörðungi mestu gáfumenni. Illugu mætti til leiks í annarri umferð, 16 manna úrslitum. Þar lagði hann Ágúst Örn Gíslason, en naumlega þó, eftir að hafa fórnað forystunni fyrir peningaspurningu, sem hann gat síðan ekki svarað. Sigurinn í 8 manna úrslitum var öllu öruggari en þá lagði hann Snorra Sigurðsson 28-8 - sem er einhver mesta munur sem sést hefur í Meistaranum. Erlingur Sigurðarsoner 57 ára gamall Mývetningur, fyrrverandi kennari við MA og forstöðumaður Húss skáldsins. Erlingur tók kandídatspróf í íslensku, sagnfræði og kennslufræði og helstu áhugamál hans eru allt mannlegt; hestar, hundar og músík. Erlingur hefur áður getið sér gott orð með þátttöku í ýmsum "minni háttar spurningakeppnum", eins og hann sjálfur orðað. Hann var í liði Karlakórsins Geysis sem unnið hefur þrefalt í vinsælli spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrá og reyndi fyrir sér í spurningaþættinum vinsæla Viltu vinna milljón, sem sýndur var á Stöð 2 við miklar vinsældir fyrir nokkrum árum. Erlingur mætti, líkt og Jónas Örn og Illugi, til leiks í 16 manna úrslitum. Þar lagði hann Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi alþingismann og skólameistara, með eftirminnilegum hætti, og ekki voru tilþrifin minni er hann gerði sér lítið fyrir og lagði annan alþingismann, Mörð Árnason, nú fyrir viku síðan í 8 manna úrslitum. Inga Þóra Ingvarsdóttirer 26 að aldri. Hún er stúdent frá MH, líkt og Jónas Örn og tók BA-próf í safnfræði frá HÍ 2002. Hún er með MA-próf í Propaganda, Persuasion and History frá University of Kent frá 2005. Inga Þóra hefur unnið mörg störf, m.a. á leikskóla, elliheimili, bókasafni, hjá Orkuveitu Reykjavíkur og sem bréfberi hjá Íslandspósti. Inga Þóra hefur mikinn áhuga á bókmenntum og les heims- og afþreyingarbókmenntir jöfnum höndum. Myndlist er henni einnig hugleikin, sem og skriftir, tónlist og kvikmyndir. Sérsviðin segir hún tengjast áhugamálum og menntum - eins og gefur að skilja. Inga Þóra tók þátt í Gettu betur fyrir hönd MH öll sín menntaskólaár. Inga Þóra er eini keppandinn í 4 manna úrslitum sem hefur verið með frá fyrstu umferð. Hún lagði Þorvald Þorvaldsson smið í allra fyrsta þættinum á öðrum degi jóla; í 16 manna úrslitum gerði hún sér lítið fyrir og lagði Friðbjörn Eirík Garðarson lögmann, sem sjálfur hafði lagt af velli Stefán Pálsson í fyrstu umferð og í 8 manna úrslitum lagði hún sem fyrr segir Kristján Guy Burgess. Einvígi upp á 5 milljónir krónaMeistarinn er alvöru spurningaþáttur, "klassískur spurningaþátt," eins og stjórnandi þáttarins, Logi Bergmann hefur orðað það. Fréttaþulurinn Logi Bergmann er hreint enginn aukvisi þegar kemur að því að stýra spurningaþætti en hann var stjórnandi spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur við góðan orðstír í sjö ár. Markmiðið með Meistaranum var að leiða saman til spennandi einvígis skörpustu menn og konur landsins; jafnt þau sem þegar eru orðin landsmönnum að góðu kunn fyrir frækna framgöngu í spurningakeppnum, sem og aðra sem til stendur að uppgötva, laða fram á sjónvarsviðið. Allir sem náð hafa 20 aldursárum áttu þess kost að taka þátt. Efnt var til inntökuprófs - "Meistaraprófs" - í nóvember á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði og var þáttaka með mesta móti. Þeir hlutskörpustu í prófinu munu mæta til leiks í Meistaranum, ásamt nokkrum af nafntogaðri gáfumönnum og spurningahaukum lansins. Markmiðið með Meistaranum var að leiða saman til spennandi einvígis skörpustu menn og konur landsins; jafnt þau sem þegar eru orðin landsmönnum að góðu kunn fyrir frækna framgöngu í spurningakeppnum, sem og aðra sem til stendur að uppgötva, laða fram á sjónvarsviðið. Allir sem náð hafa 20 aldursárum áttu þess kost að taka þátt. Efnt var til inntökuprófs - "Meistaraprófs" - í nóvember á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði og var þáttaka með mesta móti. Þeir hlutskörpustu í prófinu munu mæta til leiks í Meistaranum, ásamt nokkrum af nafntogaðri gáfumönnum og spurningahaukum lansins. Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattanef. Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattanef. Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Í fyrstu umferð sitja tíu manns hjá. Að fyrstu umferð lokinni þurfa þau sextán sem eftir standa að berjast upp á líf og dauða til að komast áfram í næstu umferð, rétt eins og um bikarkeppni sé að ræða. Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Í fyrstu umferð sitja tíu manns hjá. Að fyrstu umferð lokinni þurfa þau sextán sem eftir standa að berjast upp á líf og dauða til að komast áfram í næstu umferð, rétt eins og um bikarkeppni sé að ræða. Meistarinn hefur fengið geysigóðar viðtökur síðan hann hóf göngu sína um síðustu jól. Það staðfestist í dagbókarkönnun Gallup, sem birt var á dögunum, að þátturinn á sér nú þegar orðið traustan hóp áhorfenda en hann skipar sér nú í annarri könnuninni í röð í hóp með allra vinsælustu þáttum Stöðvar 2. Meistarinn er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum kl. 20:05 og endursýndur á laugardögum kl. 16:00 og mánudögum kl. 23:00. Hægt er að nálgast Meistarann og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sirkus, Sýn og NFS á Vísir VefTV visis.is.
Meistarinn Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira