Innlent

Byggja björgunarmiðstöð

Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Slysavarnadeildin Hraunprýði gengu í gær frá viljayfirlýsingu við Hafnarfjarðarbæ um uppbyggingu björgunarmiðstöðvar í bænum.

Björgunarsveitirnar fá lóð við Bátalón til umráða og þar stendur til að byggja björgunarmiðstöð, meðal annars með stuðningi bæjaryfirvalda. Viljayfirlýsingin var undirrituð í tjaldi sem var reist á framtíðarlóð sveitanna.

Björgunarsveitin er nú til húsa í gamla slökkviliðshúsinu. Það hús er komið nokkuð til ára sinna og ekki hentugasta húsnæðið fyrir björgunarsveitir auk þess sem stendur til að nýta þá lóð til annarra hluta í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×