Innlent

Búlgari dæmdur í gæsluvarðhald

Mynd/GVA

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær 28 ára Búlgara í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fösluðu vegabréfi við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudaginn. Hann og samferðamaður hans höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en samferðamanninum hefur verið sleppt. Mennirnir eru jafnframt grunaðir um innflutning á fíkniefnum, en ekki liggur fyrir hvernig rannsóknin á því stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×