Innlent

Enn versnandi veður á Suðvesturlandi

MYND7Vísir

Enn er versnandi veður á Suðvesturlandi og inni á öræfum landsins. Ekki er búist við að storminn lægi fyrr en á morgun. Það hefur líklega ekki farið framhjá landsmönnum, og síst þeim sem búsettir eru á suðvesturhluta landsins, að veður hafa verið válynd í dag. Fjöldi fjallvega hefur verið ófær af þessum sökum en nú er þó búið að opna Breiðdalsheiði og Öxi. Helstu leiðir á Norðurlandi eru orðnar færar en þó er enn ófært um Þverárfjall og hríð hefur verið á milli Sauðárkróks og Hofsóss í dag. Mývatns- og Möðrudalsöræfi voru mokuð í morgun en á Vestfjörðum er Klettsháls og Eyrarfjall enn ófær. Annars staðar er greiðfært, en víða hálka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×