Innlent

Vilja sjá öldrunarmálefni hjá sveitarfélögum

Samtökin 60+ í Hafnarfirði krefjast þess að málefni eldri borgara verði færð frá ríki til sveitarfélaga og að velferðarmál verði sameinuð undir einu ráðuneyti. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna síðastliðna helgi.

60+ telur ríkisstjórnina ekki hafa sinnt málefnum aldraðra eins og með þurfti og í ályktuninni er krafist ákvörðunar og tímasetningar á fjölgun hjúkrunarrýma á landinu, og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×