Innlent

Forseti Íslands við útför Lennarts Meri

Lennart Meri heitinn, fyrrverandi forseti Eistlands.
Lennart Meri heitinn, fyrrverandi forseti Eistlands. MYND/AP

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur útför Lennarts Meri, fyrrverandi forseta Eistlands á sunnudaginn. Meri er minnst í Eistlandi og víðar fyrir þrotlausa baráttu fyrir lausn Eystrasaltslandanna undan Sovétríkjunum. Hann var forseti Eistlands á árunum 1992 til 2001.

Útförin hefst kl. 12 á hádegi í Karli kirkjunni í Tallin, höfuðborg Eistlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×