Innlent

Framkvæmdir við hæsta hús á Íslandi ganga vel

Framkvæmdir við hæsta hús á Íslandi ganga vel, en það mun rísa við Smáratorg í Kópavogi, húsið verður 78 metrar á hæð og áætlað er að reisa fleirri stórbyggingar á svæðinu. Framkvæmdir hófust við  hæsta hús á Íslandi þann 24 febrúar síðastliðinn við  Smáratorg, en þá var fyrsta skóflustungan tekin að tuttugu hæða skrifstofubyggingu sem á að rísa á suðvesturhluta lóðar Smáratorgs.

Framkvæmdir ganga eftir áætlun og þykir mesta furða hvað lítið fer fyrir þeim, þar sem stærst verslunarmiðstöð Kópavogs er þar við hliðina. Húsið verður hæsta hús Íslands eða tæpir 78 metrar á hæð en Hallgrímskirkjuturn er um 74 metrar á hæð. Byggingin verður tuttugu hæðir en átján hæðir verða undir skrifstofur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×