Innlent

Bíll hafnaði ofan í fjöru

Súðavík
Súðavík MYND/Vísir

Minnstu munaði að fólksbíll með fjórum mönnum í, hafnaði ofan í fjöru við Arnarneshamar á Súðavíkurvegi undir kvöld í gær, þegar ökumaður hans missti stjórn á honum.

Bíllinn þeyttist utan í vegrið í vegkantinum og rann með því, en vegriðið hélt, og fór bíllinn því ekki fram af. Tveir slösuðust en þó ekki lífshættulega. Annar þeirra fékk að fara heim að lokinni aðhlynningu en hinn dvaldi á sjúkrahúsinu á Ísafirði í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×