Dagsbrún er allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi segir Lýður Guðmundsson 22. mars 2006 19:42 Aðalfundur Símans hf. var haldinn í dag á Nordica hótel og sagði Lýður Guðmundsson, Stjórnarmaður félagsins að Dagsbrún, móðurfélag 365 og Vodafone, sé nú allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi. Á fundinum gerðu stjórnarformaður og forstjóri fyrirtækisins grein fyrir starfsemi ársins. Hagnaður af rekstri samstæðu Símans hf. á árinu 2005 var 4.032 m.kr. Til samanburðar var hagnaður fyrir árið 2004 3.091 m.kr. sem er 30% aukning á milli ára. Á fundinum sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans m.a. að samþjöppun eignarhalds væri farin að skerða samkeppni og hafa áhrif á velgengni Skjásins. Kaupin á Skjánum hafi verið eina leið Símans til að komast yfir eftirsóknarvert sjónvarpsefni, þar sem 365 ljósvakamiðlar, þá Norðurljós, höfðu slitið viðræðum um aðgang að efni þeirra til dreifingar á ADSL kerfi Símans. Lýður benti á að Dagsbrún sé allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi og geri magnsamninga við bandarísk fyrirtæki um sjónvarpsseríur og kvikmyndir. Lýður benti einnig á að Dagsbrún, móðurfélag 365 ljósvaka- og prentmiðla og Vodafone, hafi keypt upp fyrirtæki í fjölmiðlum og tengdum rekstri og sé nú allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi. Auk þess að eiga ljósvaka- og prentmiðla hefur félagið með kaupunum á Saga film og Storm þrengt verulega að aðgengi Skjásins að framleiðslufyrirtækjum á íslensku sjónvarpsefni. Einnig hefur Dagsbrún nýverið fest kaup á Senu, sem áður starfaði undir merkjum Skífunnar. Það félag á nánast allan efnisrétt á tónlist og annarri afþreyingu. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Aðalfundur Símans hf. var haldinn í dag á Nordica hótel og sagði Lýður Guðmundsson, Stjórnarmaður félagsins að Dagsbrún, móðurfélag 365 og Vodafone, sé nú allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi. Á fundinum gerðu stjórnarformaður og forstjóri fyrirtækisins grein fyrir starfsemi ársins. Hagnaður af rekstri samstæðu Símans hf. á árinu 2005 var 4.032 m.kr. Til samanburðar var hagnaður fyrir árið 2004 3.091 m.kr. sem er 30% aukning á milli ára. Á fundinum sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans m.a. að samþjöppun eignarhalds væri farin að skerða samkeppni og hafa áhrif á velgengni Skjásins. Kaupin á Skjánum hafi verið eina leið Símans til að komast yfir eftirsóknarvert sjónvarpsefni, þar sem 365 ljósvakamiðlar, þá Norðurljós, höfðu slitið viðræðum um aðgang að efni þeirra til dreifingar á ADSL kerfi Símans. Lýður benti á að Dagsbrún sé allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi og geri magnsamninga við bandarísk fyrirtæki um sjónvarpsseríur og kvikmyndir. Lýður benti einnig á að Dagsbrún, móðurfélag 365 ljósvaka- og prentmiðla og Vodafone, hafi keypt upp fyrirtæki í fjölmiðlum og tengdum rekstri og sé nú allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi. Auk þess að eiga ljósvaka- og prentmiðla hefur félagið með kaupunum á Saga film og Storm þrengt verulega að aðgengi Skjásins að framleiðslufyrirtækjum á íslensku sjónvarpsefni. Einnig hefur Dagsbrún nýverið fest kaup á Senu, sem áður starfaði undir merkjum Skífunnar. Það félag á nánast allan efnisrétt á tónlist og annarri afþreyingu.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira