Innlent

Harðar tekið á tölvubrotum

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Dómsmálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til breytingar á almennum hegningarlögum og lögum um meðferð opinberra mála til samræmingar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.

Með frumvarpinu er tekinn af allur vafi um að ólögmætt sé að afla sér eða öðrum barnakláms í gegnum tölvu og verða lögaðilar gerðir ábyrgir vegna þessa. Lögregla mun einnig geta krafist þess af fjarskiptafyrirtækjum að þau geymi upplýsingar um er varða tölvusamskipti einstaklinga vegna rannsóknar opinberra mála. Ráðherra tók þó fram að þurfa muni heimild frá dómara til þess að fá upplýsingarnar afhentar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×