Sport

Valur vann fyrri leikinn við Bruhl

Kvennalið Vals vann sigur á svissneska liðinu Bruhl í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta 25-21. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og sá síðari verður leikinn á morgun á sama stað, þar sem svissneska liðið seldi heimaleik sinn.

"Ég er hund óánægður með að vinna þetta ekki stærra en þetta. Við erum með sterkara lið en köstuðum þessu frá okkur. Í staðinn fyrir að bæta við í seinni hálfleiknum þá slökum við alltof mikið á og gerum of mikið af mistökum, þau voru dýrkeypt þegar á botninn er hvolft,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir leikinn.

Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 7, Drífa Skúladóttir 5, Alla Georgijsdóttir 4, Hafrún Kristjánsdóttir 3, Arna Grímsdóttir 2, Rebekka Skúladóttir 2, Sigurlaug Rúnarsdóttir, Katrín Andrésdóttir.

Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 25 (2 víti).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×