Sport

Coulthard vill framlengja við Red Bull

David Coulthard vill vera áfram hjá Red Bull
David Coulthard vill vera áfram hjá Red Bull NordicPhotos/GettyImages

Skoski ökuþórinn David Coulthard segist hafa fullan hug á því að framlengja veru sína hjá liði Red Bull í Formúlu 1, ekki síst fyrir tilkomu bílahönnuðarins Adrian Newey sem áður var hjá McLaren. Samningur Coulthard rennur út eftir næsta tímabil, sem hefst einmitt í Barein um næstu helgi.

"Adrian hefur verið lykilmaðurinn á bak við lið sem hafa unnið yfir 100 keppnir og því liggur í augum uppi að ef hann fær það sem hann þarf, mun hann tvímannalaust skila okkur góðum árangri," sagði Coulthard. Newey þessi kom til Red Bull á síðasta keppnistímabili, en kom það seint inn að hann náði ekki að hafa mikil áhrif á hönnun bílsins og því eru miklar vonir bundnar við störf hans í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×