Innlent

3 loðnuskip leita enn að loðnu

Aðeins þrjú loðnuskip eru enn að leita loðnu og eru þau öll inni á Breiðafirði, þar sem loðnan hrygnir og drepst. Önnur skip eru ýmist búin með kvóta sína eða hætt veiðum vegna lítillar veiði upp á síðkastið.

Heildaraflinn á þessari vertíð verður vel innan við 200 þúsund tonn, sem er hið lang minnsta í mörg ár, en eitthvað vegurn á móti hversu hátt hlutfall aflans var fryst til manneldis, sem gefur mun meira af sér en þegar loðnan er brædd í mjöl og lýsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×