Innlent

Ljósmæður farnar að sinna heimaþjónustu á ný

Samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning fyrr í kvöld. Ljósmæður eru farnar að sinna heimaþjónustu á ný. Tímakaup ljósmæðra fæst ekki uppgefið.

Heimaþjónusta ljósmæðra hefur verið í upplausn frá því á miðnætti á þriðjudag. Konur á sængurkvennadeildum sem hafa beðið í óvissu síðan þá mega nú loksins fara heim en ljósmæður eru aftur byrjaðar að sinna heimaþjónustu. Nýji samningurinn gildir til loka ársins 2008.

Félagskonur í ljósmæðrafélagi Íslands munu funda á morgun og þá skýrist hvort þær samþykkja nýjan kjarasamning. Tímakaup ljósmæðra fæst ekki uppgefið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×