Innlent

86 prósent hafa ekki keypt hvalkjöt í ár

MYND/AP

Áttatíu og sex prósent Íslendinga hafa ekki keypt hvalkjöt í að minnsta kosti ár samkvæmt nýrri skoðannakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin, IFAW. Þá leiðir könnunin einnig í ljós að 64 prósent þjóðarinnar telja að eftirspurn eftir hvalkjöti innanlands sé lítil á meðan rúm 22 prósemt telja hana mikla. Í tilkynningu frá IFAW og Náttúruverndarsamtökum Íslands eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir hrefnuveiðar sínar og hvött til þess að taka mið af þessari nýju skoðanakönnun sem sýni litla eftirspurn eftir hvalkjöti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×