Erlent

Hamas verði að viðurkenna Ísrael

AP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir vel koma til greina að ný stjórn Palestínu hljóti áfram stuðning Evrópusambandsins. Þó séu ákveðin skilyrði fyrir hendi þá meðal annars þau að stjórnin viðurkenni Ísraelsríki. Það hafa Hamas-samtökin hinsvegar þverneitað að gera.

Merkel hitti Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu í dag og tjáði honum þessa afstöðu sína. Það er að Hamas-samtökin yrðu að viðurkenna Ísraelsríki og láta af ofbeldi ef Evrópusambandið ætti áfram að veita stjórninni stuðning og fjárhagsaðstoð. Hún sagði að gildandi samkomulag milli Ísrael og Palestínu yrði að halda og friðarferlið að halda áfram. Þá biðlaði hún til Hamas um að gefa skýr svör sem allra fyrst.

Hún tjáði svo velvilja í garð palestínsku þjóðarinnar. Mahmoud Abbas hvatti við sama tækifæri erlenda velgjörðarmenn Palestínu að halda áfram að veita aðstoð þrátt fyrir sigur Hamas í þingkosningunum og lagði áherslu á að öðruvísi væri lítil von á áframhaldandi vegferð í átt til friðar. Í gær hitti Merkel Ehmoud Olmert, starfandi forsætisráðherra ásamt öðrum framámönnum í ísraelskum stjórnmálum og tjáði þeim sömu skoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×