Erlent

Þjóðverjar sniðganga Hamas

MYND/ap

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels og Angela Merkel, kanslari Þýskalands ætla ekki að eiga samskipti við væntanlega heimastjórn Hamassamtakanna í Palestínu. Þetta sagði Olmert eftir fund þeirra Merkel í gær. Hann sagði kosningasigur Hamas í síðustu viku hafa verið óheppilegan, því Hamas væru hryðjuverkasamtök og þau myndu ekki fá fjármagn frá evrópskum hjálparsamtökum. Þá sagði Merkel að þýsk stjórnvöld myndu aðeins eiga samskipti við Hamas ef samtökin viðurkenndu Ísraelsríki og höfnuðu ofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×