Erlent

Íranar láta undan kröfu Bandaríkjamanna

MYND/ap

Írönsk stjórnvöld hafa látið undan kröfu Bandaríkjamanna um að leyfa eftirlitsmönnum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að skoða svæði sem tengjast Lavizan herstöðinni í Teheran í Íran. Sagði sendimaður sem þekkir vel til mála, að eftirlitsmenn hefðu skoðað staði tengda Lavizan og séð búnaðinn sem þar er. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Rússar munu auðga úran fyrir írana eða hvort Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki til skoðunar að beita Írana refsiaðgerðum vegna áætlana þeirra í kjarnorkumálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×