Erlent

Danahatur breiðist út

MYND/ap

Danahatur breiðist nú út í löndum múslima vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti í haust. Hafa herskáir Múslímar á Gazasvæðinu sagt Skandinövum, sem staddir eru á Gaza, að koma sér í burtu og var kveikt í danska fánanum Dannebrog á Vesturbakkanum í gær. Aðgerðirnar eru taldar munu skaða fjölda danskra fyrirtækja í Miðausturlöndum en sjúkrahús í Sádi Arabíu hafa ákveðið að hætta að nota danskt insúlín. Þá ætlar Líbýustjórn að loka sendiráði sínu í Kaupmannahöfn. Jótlandspósturinn birti í gærmorgun afsökunarbeiðni á arabísku þar sem segir að ætlunin hafi ekki verið að móðga múslíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×