Erlent

Lítill áhugi fyrir samstarfi við Hamas flokkinn

Mikil fagnaðarlæti brutust út í Palestínu í gær þegar ljóst var að Hamas-samtökin höfðu unnið sigur í þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudag.  Hamas fékk 76 þingsæti en Fatah-hreyfingin, sem situr í ríkisstjórn, 43 þingsæti. Hamas er því með meirihluta á þinginu sem telur 132 sæti. Ahmed Qurei, forsætisráðherra Palestínu, bauðst til þess að segja af sér í gær og Fatah-hreyfingin hefur greint frá því að hún muni ekki starfa með Hamas í ríkisstjórn. George Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að Bandaríkin muni ekki eiga í samskiptum við Hamas nema að samtökin dragi þau ummæli tilbaka að þau vilji þurrka út Ísrael. Þá hvatti Bush, Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, til að sitja áfram þrátt fyrir sigur Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×