New York lagði Phoenix í maraþonleik 3. janúar 2006 11:15 Steve Nash og félagar þurftu að lúta í gras gegn New York í sannkölluðum maraþonleik í nótt NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira