Erlent

Nýstárleg auglýsingaherferð

Ástralir hafa ákveðið að beita nokkuð nýstárlegri aðferð við laða ferðamenn til landsins. Rauði þráðurinn í auglýsingaherferðinni, sem ráðherra ferðamála í Ástralíu kynnti í gær, eru blótsyrði. Yfirskrift herferðarinnar er "Hvar í andskotanum eruð þið?".

Því miður fyrir okkur Íslendinga hyggjast Ástralir ekki blóta okkur í sand og ösku en herferðin verður meðal annars rekin í Kína, Japan, Bandaríkjunum og Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×