Erlent

Meira herlið til Líbanons

Fleiri ísraelskir hermenn verða sendir til bardaga gegn skæruliðum Hisbollah.
Fleiri ísraelskir hermenn verða sendir til bardaga gegn skæruliðum Hisbollah. MYND/AP

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í morgun tillögu Amir Peretz, varnarmálaráðherra, að senda meira herlið inn í Suður-Líbanon til að berjast gegn skæruliðum Hisbollah. Tillagan var samþykkt samhljóða, stuttu eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels útilokaði vopnahlé svo lengi sem Ísraelar teldu öryggi sínu ógnað.

Ísraelar héldu áfram árásum sínum í nótt, bæði á landi og úr lofti. Tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sem Ísraelar hétu á aðfaranótt mánudags entist stutt en Ísraelar segjast hafa verið að svara árásum Hisbollah, sem ekkert hlé varð á þó að loftárásum linnti tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×