Innlent

Stundum áhættustýringu, ekki spákaupmennsku

Prófessor í hagfræði segir Landsvirkjun stunda spákaupmennsku vegna sölu áls fram í tímann og tapið á þeim viðskiptum sé rúmir fimm milljarðar.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar segir þetta byggt á misskilningi. Um sé að ræða áhættustýringu sem eigi rætur sínar að rekja til þess að Landsvirkjun fái að hluta til greitt fyrir orku með áli.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði í hádegisviðtali við NFS í dag og í aðsendri grein til Morgunblaðsins að Landsvirkjun stundaði spákaupmennsku. Þannig sé Landsvirkjun í 5,3 milljarða króna mínus vegna óhagstæðra álviðskipta.

Þóróflur segir rangt af fyrirtæki með ríkisábyrgð eins og Landsvirkjun að taka þátt í áhættuspili með almannafé.

Stefán Pétursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar segir málflutning Þórólfs byggðan á misskilningi og honum til afsökunar að ekki hafa verið sett samskonar afleiður af orkusölusamningum. Landsvirkjun væntir þess að þær tölur verði að minnsta kosti jafnháar ef ekki hærri. Stefán segir að það væri spákaupmennska ef Landsvirkjun seldi ekki ál fram í tímann því með því sé verið að dreyfa áhættunni.

Stefán segir álsöluna fram í tímann vera tryggingu. Auðvelt sé að segja eftir áfallalaust ferðalag að ferðatryggingar hafi ekki verið þörf. Hann segir Landsvirkjun fá að hluta til greitt í áli og sé því álfyrirtæki að hluta. Það kaupi ekki ál á markaðnum til að selja aftur heldur selji ál sem það fær greitt fyrir raforku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×