Innlent

Breiðþota frá North Western fór í morgun

Breiðþotu af tegundinni DC 10 frá flugfélaginu North Western var snúið til lendingar á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi vegna þess að viðvörunarljós gaf til kynna að eldur væri í farangursrými.Vélin var að koma frá Amsterdam á leiðinni til Bandaríkjanna með 275 farþega um borð. Viðvörunarljós slökknaði skömmu eftir tilkynningu en ákvað flugstjóri þotunnar að lenda henni þrátt fyrir það.Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eins og alltaf þegar um öryggislendingu er að ræða, en lendingin gekk vel eins og við var að búast og lét Flugmálastjórn Íslands Landhelgisgæsluna vita af atvikinu ásamt Almannavörnum. Þessir aðilar voru í viðbragðsstöðu en eins og áður segir hafði ljósið slokknað og því ekki talin mikil hætta á ferð. Eftir skoðun í nótt hélt vélin svo áfram ferð sinni til Bandaríkjana um sex leitið í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×