Innlent

Leyfum fólkinu að koma til okkar

Hulda Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins
Hulda Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins MYND/Heiða Helgadóttir

Frjálshyggjufélagið hvetur ríkisstjórn Íslands til að nýta ekki aðlögunarfrest vegna frjálsrar farar launafólks frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Aðlögunarfresturinn heimilar tímabundnar hömlur á aðgengi vinnuafls frá hinum nýju aðildarríkjum ESB að íslenskum vinnumarkaði.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningunni er frjáls för vinnuafls réttlætismál fyrir borgara hinna nýinngengnu þjóða. Auk þess bendir frjálshyggjufélagið á þau sjónarmið að hér sé skortur á vinnuafli og því komi það íslenskum vinnumarkaði til góða að aflétta hömlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×