Innlent

Fréttir úr Norðurhöfum

Nýr alþjóðlegur fréttavefur flytur fréttir og upplýsingar frá Barentshafinu. Vefgáttin er samstarfsverkefni norska ríkisútvarpsins NRK, sænska ríkisútvarpsins og TV Murman í Múrmansk. Norskir, sænskir og rússneskir blaðamenn skrá fréttir inn á vefinn daglega.

Á vefnum birtast fréttir af daglegu lífi, stjórnmálum og landamærasamstarfi á Barentssvæðinu. Væntanlega verður hægt að heyra af aflaföngum á Barentshafi og þá hægt að velja hvort maður hlustar á fréttir á ensku, norsku, sænsku eða jafnvel rússnesku.

Vefgáttin Euroarctic.com: http://www.euroarctic.com/




Fleiri fréttir

Sjá meira


×