Lífið

Kynnir í sjónvarpsþáttum fyrir Miss World

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fékk það óvænta verkefni að kynna sex kynningarþætti fyrir Miss World keppnina sem sýndir verða í yfir 200 löndum.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fékk það óvænta verkefni að kynna sex kynningarþætti fyrir Miss World keppnina sem sýndir verða í yfir 200 löndum. MYND/ap
Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, hefur í miklu að snúast þessa dagana en auk þess að vera viðstödd undirbúning fyrir Ungfrú heim 2006 í Póllandi var hún beðin um að taka að sér að kynna sjónvarpsþætti sem sýndir verða á undan keppninni sjálfri. Þættirnir bera nafnið "Vote for me" og eru kynningarmyndbönd fyrir keppendur. Þættirnir eru sex talsins og eru tileinkaðir hverri heimsálfu fyrir sig. Segir Unnur að nú þegar sé búið að frumsýna einn þátt í Kína og hann fengið góðar viðtökur.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem sú sem ber titilinn kynnir þessa þætti, sem eru kynningarþættir fyrir keppendurna. "Þetta er mikill heiður fyrir mig og einstakt tækifæri enda þættirnir sýndir í yfir 200 löndum," segir Unnur Birna en tökum á þáttunum lauk í síðustu viku.

"Tökuliðið var í vandræðum með kynni og bað mig um að taka þetta að mér með stuttum fyrirvara. Þetta var því óvænt og skemmtileg áskorun sem gekk ótrúlega vel." Unnur Birna er að kynna Pólland í þáttunum ásamt því að kynna hverja heimsálfu fyrir sig, en stúlkurnar kynna sig sjálfar í þáttunum. Fyrir hönd Íslands í keppninni er Ásdís Svava Hallgrímsdóttir.

Sjónvarpstöðin Skjár einn mun sjá til þess að Íslendingar fá að berja Unni Birnu Vilhjálmsdóttur augum sem kynnir en þættirnir verða sýndir þegar nær dregur keppninni sem fer fram í Varsjá í Póllandi 30. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.