Fótbolti

Reyna segist verða tilbúinn fyrir HM

Claudio Reyna
Claudio Reyna

Fyrirliði bandaríska landsliðsins Claudio Reyna segist vera fullviss um að hann verði búinn að ná sér af þessum meiðslum sem hann hlaut í vináttuleik gegn Morokkó en þeir töpuðu gegn þeim 1-0.

 

Reyna sem hefur lítið leikið með liði sínu Manchester City í vetur sagðist hafa teygt sig eftir boltanum og eitthvað aftan í lærinu hefði þá gefið sig. Reyna sem er 32 ára hefur skorað 8 mörk fyrir landsliðið í 109 leikjum og hann hefur einnig tekið þátt í 3 heimsmeistarakeppnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×