Fótbolti

"Við erum tilbúnir"

Gallas og Ze Roberto í leik Brasilíu og Frakklands.
Gallas og Ze Roberto í leik Brasilíu og Frakklands. MYND/AP

William Gallas, leikmaður Frakklands segir að lið sitt sé svo sannarlega tilbúið í undanúrslitaleikinn gegn Portúgal sem verður háður í kvöld á HM. Hann segir að Portúgalska liðið sé gott en þeir eiga að til að vera að láta sig detta í tíma og ótíma og dómarinn verði að hafa góð tök á þessum leik.

"Eitt sem er mikilvægt er að þetta Portúgalska lið er mikið fyrir það að liggja í grasinu og reyna að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Dómarinn verður að hafa þetta í huga og hafa góða stjórn á þessu. Við verðum að einbeitta okkur 100%. Þeir munu reyna allt til að lokka okkur útaf. Sjáið bara leikinn hjá þeim gegn Englandi. þeir sáu til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald.

Það sáu allir að Cristiano Ronaldo aðstoða dómarann við að gefa honum þetta rauðaspjald. Ég vona að svona uppá koma kemur ekki í þessum og leik og ég vil minna fólk á það fótbolti er íþrótt. Við höfum farið vel yfir leik Portúgalanna og vitum hvar þeir eru hættulegir og hvar þeir eru veikir. Þetta er undir okkur komið og það er bara að standast álagið," sagði Gallas.

 

Meðfylgjandi myndasyrpa sýnir liðin búa sig undir leikinn á æfingu í gær.

AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×