Innlent

Ökumaður fékk aðsvif og velti bíl sínum

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um útafakstur og bílveltu á Hellisheiði um klukkan átta í morgun. Talið er að ökumaður bílsins hafi fengið aðsvif en bíll hans hafnaði utan vegar á Hellisheiði austan við Smiðjulaut. Ökumaður bílsins var á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahús til rannsóknar. Bíllinn er mikið skemmdur en akstursaðstæður voru með besta móti.

Þá var nokkuð um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Árnessýslu í liðinni viku. Alls voru 143 umferðarlagabrot skráð í vikunni og þar af voru 85 kærur vegna hraðaksturs. Enginn var þó kærður fyrir ölvunarakstur um helgina sem er breyting frá fyrri helgi þegar átta ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×