Erlent

Átta látnir og 40 slasaðir eftir rútuslys

Mynd/AP

Að minnsta kosti átta létu lífið og rúmlega 40 slösuðust, þar af 20 alvarlega, þegar rúta með fimmtíu farþegum um borð hafnaði á hvolfi, ofan í gilskorningi, rétt vestan við Stokkhólm um hádegisbilið.

 

Ekki er vitað um tildrög slyssins, en svo virðist sem rútan hafi farið út af veginum, oltið og runnið um eitthundrað metra á hliðinni, þar til hún hrapaði ofan í tíu til fimmtán metra djúpan gilskorning. Þar lenti hún á hvolfi og þakið lagðist saman að mestu leyti. Björgunarsveitir hafa skriðið inn í flakið og segja að aðkoman hafi verið hræðileg. Lögregla segir sjö enn sitja fasta í flaki rútunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×