Erlent

Tap General Motors 288 milljarðar á síðasta ári

Tap General Motors, stærsta bílaframleiðanda heims, nam 288 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Ástæður fyrir slæmu gengi segja forsvarsmenn fyrirtækisins vera minnkandi sölu heima fyrir, hækkandi launakostnað og aukna samkeppni við Asíuríkin, sérstaklega Toyota bílaframleiðandann. Stjórnendur GM segja ekki ólíklegt að fyrirtækið þurfi að segja upp starfsfólki og jafnvel þurfi að loka verksmiðjum líkt og Ford bílaframleiðandinn sem hyggst loka 14 verksmiðjum fyrir árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×