Erlent

Þrumuveður slær á skógarelda í Ástralíu

Þrumuveður hefur slegið aðeins á skógareldana sem geisað hafa í Suðaustur-Ástralíu undanfarna daga. Eldarnir hafa kostað þrjú mannslíf, eyðilagt á þriðja tug heimilia og drepið mikinn búfénað, þar á meðal um 60 þúsund kindur, 500 nautgripi og tæplega 200 alifugla. Þá hafa eldarnir skilið eftir sig sviðna jörð á meira en 120 þúsund hektara svæði. Slökkviliðsmenn og slökkvibúnaður frá öðrum stöðum í landinu hafa nú verið flutt á svæðið þar sem eldarnir geisa í þeirri von að hægt verði að ráða niðurlögum þeirra hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×