Innlent

Stjörnuryk

Hollywood gefur Íslandi augljóslega auknar gætur því í bígerð er að taka upp stórmynd hér á landi innan tíðar. Myndin mun bera titilinn Stjörnuryk og skarta stjörnum á borð við Robert De Niro, Michelle Pfeiffer, Claire Danes og Charlie Cox.

Íslenska framleiðslufyrirtækið TrueNorth mun hafa umsjón með tökum á Stjörnuryki hér á landi. Sama fyrirtæki þjónaði Clint Eastwodd við tökur á mynd hans Flags of Our Father, eða fánar feðra vorra, síðasta sumar með miklum gauragangi. Myndin Stjörnuryk er gerð eftir sögu Neils Gaimans og verður í leiksstjórn Matthews Vaughns, þess hins sama og gerði Layer Cake, þar sem nýji James Bond, Daniel Craig, fór með aðalhlutverkið. Hvort stjörnur stjörnuryksins muni svífa um götur reykjavíkur á góðum svifryksdegi á næstunni er þó óvíst að sögn Helgu Margrétar Reykdal hjá TrueNorth. Hún segir forsvarsmenn myndarinnar nýfarna af landi brott og ákvarðana að vænta um hverjir komi, hvar tökur fari fram og hversu lengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×